Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna

Hillary Rodham Clinton og Bill Clinton.
Hillary Rodham Clinton og Bill Clinton. Reuters

Hillary Rod­ham Cl­int­on, sem sæk­ist eft­ir því að verða for­seta­efni demó­krata í kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um, seg­ir að hún muni gera eig­in­mann sinn Bill Cl­int­on, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, að far­andsendi­herra verði hún for­seti. Seg­ist hún ekki geta hugsað sér betri leið til að bæta ímynd Banda­ríkj­anna. "Ég get ekki hugsað mér neina betri klapp­stýru fyr­ir Banda­rík­in en Bill Cl­int­on," sagði hún. "Dett­ur ykk­ur nokk­ur ann­ar í hug?" Þá sagði hún eig­in­mann sinn hafa heitið því að gera hvað sem hún biðji hann um verði hún kjör­in for­seti.

"Ég er hepp­in að eig­inmaður minn skuli hafa þetta mikla reynslu," sagði hún og benti á að hann og fleiri fyrr­ver­andi for­set­ar hefðu unnið mikið að mannúðar­mál­um m.a. í kjöl­far flóðbylgj­unn­ar miklu í Suðaust­ur-Asíu. "Ég hef trú á því að hægt sé að nýta krafta fyrr­ver­andi for­seta til að bæta ímynd okk­ar er­lend­is. Við þurf­um á því að halda í kjöl­far stríðsins í Írak sem hef­ur ein­angrað Banda­rík­in og ýtt und­ir andúð á þeim um mest­all­an heim."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert