Um 2.000 Rússar söfnuðust saman á Rauða torginu í Moskvu til að fagna því að 137 ár eru liðin frá fæðingu Leníns, föður rússnesku byltingarinnar. AP hefur eftir rússnesku fréttastofunni Ria-Novosti að eldra fólk, börn með rauða klúta og nokkrir meðlimir kommúnistaflokksins hafi tekið þátt í hátíðahöldunum og veifað fánum og hrópað slagorð.