Kjörstaðir voru opnaðir fyrir stundu í Frakklandi en þar fer fram fyrri umferð forsetakosninga í dag. Tólf bjóða sig fram í embættið en aðeins fjórir eru taldir eiga raunhæfan möguleika á að komast í síðari umferð kosninganna 6. maí þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá í dag.
Samkvæmt skoðanakönnunum njóta þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Ségolène Royal, frambjóðandi sósíalista, mests fylgis.
Nýi forsetinn tekur við af Jacques Chirac, sem verið hefur forseti Frakklands undanfarin 12 ár.