Lífið brosir nú við ísbjarnarhúninum Knúti því hann hann er læknaður af tannpínu sem hefur þjáð hann undanfarna daga. Yfirdýralæknir dýragarðsins í Berlín, sem er heimili Knúts, segir að hann leiki sér nú á ný líkt og ekkert hafi í skorist.
12.500 manns hafa að meðaltali heimsótt Knút daglega síðan í mars, en hann hlaut heimsfrægð þegar til stóð að lóga honum þar sem móðir hans hafði yfirgefið hann.
Lífið hefur þó ekki verið eintómur dans á rósum fyrir Knút, þrátt fyrir að honum hafi verið gefið líf. Auk þess að hafa fengið tannpínu, hafa honum borist líflátshótanir, þá hafa ýmsir áhyggjur af því hvernig honum muni reiða af þegar hann verður orðinn of stór til að stjúpi hans, Thomas Dörflein geti eytt deginum í ísbjarnarbúrinu.