Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, greindi frá því í kvöld að hann hefði gefið fyrirmæli um að bygging bandaríska herliðsins á múr í kring um Adhamiya-hverfi súnníta í norðurhluta Bagdad í Írak verði stöðvuð. Byggingin hafði verið harðlega gagnrýnd en Bandaríkjaher sagði tilgang múrsins vera að aðskilja hverfið frá sjítahverfum í nágrenninu og reyna þannig að bæla niður aukið ofbeldi á svæðinu.