31,2% kjörbærra Frakka höfðu kosið klukkan tíu að íslenskum tíma, fjórum klukkustundum eftir að kosning hófst í forsetakosningunum sem fram fara í Frakklandi nú. Þetta mesta þátttaka sem mælst hefur í undanförnum fjórum forsetakosningum. Á sama tíma árið 2002 höfðu 21,4% kosið.
Þátttaka er ásamt óákveðnum kjósendum talin geta átt mestan þátt í að ákveða úrslit í kosningunum, sem þykja þær tvísýnustu í manna minnum.
Þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði fá í fyrri umferð kosninganna taka þátt í síðari umferðinni sem fram fer þann 6. maí nk. Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy og sósíalistinn Segolene Royal þykja líklegust af frambjóðendunum tólf.