Ségolène Royal, sem samkvæmt útgönguspám hlaut næstflest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag, hvatti í kvöld alla þá sem trúa því að hægt sé að breyta Frakklandi til hins betra án þess að afskræma það til að sameinast fyrir seinni umferð ksninganna. "Ég hvet alla þá sem vilja skipa mannúð ofar verkbréfamarkaðinum, alla þá sem vilja binda enda á óöryggið og forherðinguna til að sameinast," sagði hún.
"Mörg okkar, burtséð frá því hvað við kusum í fyrri umferðinni - viljum ekki að Frakklandi sé stjórnað af lögmálum hinna sterkustu eða þeirra ófyrirlitnustu, þeirra samansaumuðustu sem einungis hugsa um fjárhagslegan ávinning og safna valdinu á hendur fárra," sagði hún á funfi með stuðningsmönnum sínum. Þá sagðist hún leita eftir stuðningi allra þeirra sem telji það ekki einungis mögulegt heldur einnig nauðsynlegt að gera breytingar á kerfi sem virki ekki lengur.