Blair segir Jeltsín hafa leikið þýðingarmikið hlutverk í Rússlandi

Borís Jeltsín flytur ræðu í Moskvu árið 1995.
Borís Jeltsín flytur ræðu í Moskvu árið 1995. Reuters

Tony Bla­ir, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir að Borís Jelt­sín, fyrr­um for­seti Rúss­lands, hafi verið merki­leg­ur maður sem leikið hafi þýðing­ar­mikið hlut­verk á tíma­mót­um í sögu lands­ins. Jelt­sín lést í morg­un 76 ára að aldri. Leiðtog­ar Eystra­salts­ríkj­anna sögðu í dag, að Jelt­sín hefði átt stór­an þátt í því, að lönd­in fengu sjálf­stæði að nýju.

Fleiri leiðtog­ar hafa minnst Jelt­síns. Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að Jelt­sín hafi án efa verið einn af mik­il­menn­um sam­tím­ans þrátt fyr­ir alla sína veik­leika. Jaap de Hoop Schef­fer, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði að Jelt­síns verði minnst fyr­ir það hug­rekki sem hann sýndi við að ryðja Rússlandi nýja og lýðræðis­lega braut.

Jelt­sín átti lang­an og um­brota­sam­an stjórn­mála­fer­il, sem hófst árið 1968 þegar hann varð leiðtogi komm­ún­ista­flokks­ins í Sver­d­lovsk í Úral­fjöll­um. Hér á eft­ir er stiklað á stóru varðandi fer­il hans:

1985
24. des­em­ber út­nefndi Mik­haíl Gor­bat­sjov, þáver­andi leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna, Jelt­sín aðal­rit­ara komm­ún­ista­flokks Moskvu.

1986
Í fe­brú­ar var Jelt­sín skipaður í stjórn­ar­nefnd sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins.

1987
11. nóv­em­ber var Jelt­sín rek­inn úr embætti aðal­rit­ara komm­ún­ista­flokks Moskvu eft­ir að hann gagn­rýndi Gor­bat­sjov.

1988
17. fe­brú­ar var Jelt­sín vikið úr stjórn­ar­nefnd Sov­ét­ríkj­anna og missti ráðherra­embætti í maí.

1989
Jelt­sín snýr aft­ur á hið póli­tíska svið og er kos­inn á sov­éska þingið með 89,4% at­kvæða. Á þing­inu verður hann leiðtogi „lýðræðis­legu stjórn­ar­anda­stöðunn­ar."

1990
12. júní var Jelt­sín kjör­inn for­seti sov­éska þings­ins. Í júlí sagði hann sig úr sov­éska komm­ún­ista­flokkn­um á 28. þingi flokks­ins.

1991
Jelt­sín var 12. júní kjör­inn for­seti Rúss­neska sam­bands­rík­is­ins með 57,4% at­kvæða.

Eft­ir að harðlínu­menn reyndu að steypa Gor­bat­sjov af stóli í ág­úst fór Jelt­sín fyr­ir mót­mælaaðgerðum al­menn­ings gegn vald­a­ræn­ingj­un­um utan við rúss­neska þing­húsið í Moskvu.

6. nóv­em­ber fyr­ir­skipaði Jelt­sín, að komm­ún­ista­flokk­ur­inn yrði leyst­ur upp á rúss­nesku lands­svæði.

8. des­em­ber lýstu Jelt­sín og for­set­ar Úkraínu og Hvíta-Rúss­lands yfir því að Sov­ét­rík­in hefðu verið leyst upp.

1992
Eft­ir að Gor­bat­sjov sagði af sér í janú­ar hóf Jelt­sín um­bæt­ur á efna­hags­kerfi Rúss­lands með það fyr­ir aug­um að koma á markaðshag­kerfi. Verðstöðvun er af­num­in og einka­væðing rík­is­fyr­ir­tækja hefst.

1993
Jelt­sín leysti upp rúss­neska þingið í sept­em­ber sem leiddi til upp­reisn­ar stjórn­ar­and­stæðinga. 3.-4. októ­ber fyr­ir­skipaði Jelt­sín að skotið yrði úr skriðdrek­um á þing­húsið þar sem stjórn­ar­and­stæðing­ar höfðu búið um sig. 12. des­em­ber var ný stjórn­ar­skrá samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og kosn­ing­ar fóru í kjöl­farið fram.

199411. des­em­ber fyr­ir­skip­ar Jelt­sín her­sveit­um að ráðast inn í Tét­sjn­íu. Ófriður­inn þar hélt áfram næstu 18 mánuði og tug­ir þúsunda létu lífið.

1995
Jelt­sín fékk tvö hjarta­áföll, í júlí og októ­ber og hann var frá störf­um í marga mánuði.

1996
Í júní fékk Jelt­sín enn annað hjarta­áfall, skömmu áður en síðari um­ferð for­seta­kosn­inga í Rússlandi fór fram. Tals­menn Kreml­ar sögðu aðeins að for­set­inn hefði misst rödd­ina. 3. júlí var Jelt­sín end­ur­kjör­inn for­seti Rúss­lands með 53,8% at­kvæða.

1997
Jelt­sín ferðaðist í maí til Par­ís­ar til að skrifa und­ir samn­ing við NATO-ríki. Þar féllust Rúss­ar með sem­ingi á stækk­un NATO.

Í októ­ber sama ár til­kynnti Jelt­sín að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

1998
Efna­hagskreppa steðjaði að Rússlandi eft­ir að gengi rúblunn­ar lækkaði veru­lega. Vin­sæld­ir Jelt­síns dvínuðu veru­lega vegna efna­hagsþreng­inga al­menn­ings og nýrra ásak­ana um spill­ingu hátt­settra emb­ætt­is­manna.

1999
Jelt­sín skipaði Vla­dímír Pútín, þáver­andi yf­ir­manna rúss­nesku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar, í embætti for­sæt­is­ráðherra 9. ág­úst og sagði um leið að hann vildi að Pútín tæki við af sér.

31. des­em­ber til­kynnti Jelt­sín í sjón­varps­ávarpi, að hann hefði sagt af sér embætti og Pútín hefði tekið við.

Gorbatsjov og Pútín árið 1991.
Gor­bat­sjov og Pútín árið 1991. Reu­ters
Jeltsín flytur ræðu utan við þinghúsið í Moskvu í ágúst …
Jelt­sín flyt­ur ræðu utan við þing­húsið í Moskvu í ág­úst árið 1991. Reu­ters
Borís Jeltsín.
Borís Jelt­sín.
Jeltsín og Pútín árið 2000.
Jelt­sín og Pútín árið 2000. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert