Innanríkismálaráðuneytið í Sádí Arabíu tilkynnti að aftakan á þremur íröskum eiturlyfjasmyglurum og einum morðingja frá Sádí Arabíu hafi farið fram. þeir voru hálshöggnir með sverði. Írakarnir þrír voru dæmdir fyrir að smygla hassi en þeir báru allir sama eftirnafnið, al-Meshalawi, en ekki er vitað nánar um fjölskyldutengsl þeirra.
Þrjátíu og níu aftökur hafa farið fram í Sádí Arabíu það sem af er árinu sem er tveimur fleiri en fóru fram allt árið í fyrra samkvæmt opinverum tölum. Aftökurnar eru yfirleitt opnar almenningi en samkvæmt hinum ströngu Sharia útgáfu af íslömskum lögum varðar það við dauðarefsingu að nauðga, myrða, smygla eiturlyfjum og að fremja vopnað rán.