Thatcher: Án Jeltsíns væru Rússar enn í greipum kommúnismans

Jeltsín dansar í Rostov sumarið 1996.
Jeltsín dansar í Rostov sumarið 1996. Reuters

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hefði Borísar Jeltsíns ekki notið við væru Rússar enn í greipum kommúnismans og Eystrasaltsríkin hefðu ekki öðlast frelsi. „Hann á skilið að hans verði minnst sem föðurlandsvinar og frelsissinna,“ sagði Thatcher.

George W. Bush Bandaríkjaforseti minntist Jeltsíns einnig í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér, og sagði Jeltsín hafa gegnt „sögulegu hlutverki“ og lagt sitt að mörkum til að koma á lýðræði í Rússlandi, auk þess að bæta samskipti landsins við Bandaríkin.

Jeltsín fékk hjartaáfall og lést skömmu fyrir hádegi í dag að íslenskum tíma, á sjúkrahúsi í miðborg Moskvu. Hann hafði lengi átt við heilsubrest að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka