Fangauppreisn í Indiana

Fangar í fangelsi í Indiana í Bandaríkjunum gerðu í kvöld uppreisn og reyndu að rífa niður fangelsisvegg. Eldur kviknaði á þremur stöðum að minnsta kosti í fangelsinu. Tveir fangaverðir særðust í átökum við fangana en lögregla beitti táragasi og vatnsbyssum til að dreifa föngunum.

Um tveimur stundum eftir að átökin brutust út sagði talsmaður lögreglu að búið væri að ná valdi á ástandinu en stjórnendur fangelsisins væru þó ekki búnir að ná fullri stjórn á fangelsinu.

Um 1000 fangar frá Indiana eru í fangelsinu, sem er í eigu ríkisins en einkarekið. Að minnsta kosti 630 fangar til viðbótar hafa nýlega verið fluttir þangað frá Arizona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert