Fékk stólfót gegnum höfuðið

Röntgenmynd sem sýnir stólfótinn í höfði El-Fahkris.
Röntgenmynd sem sýnir stólfótinn í höfði El-Fahkris. AP

Læknum í Melbourne tókst að bjarga lífi 19 ára gamals pilts, sem fékk stólfót úr stáli gegnum höfuðið þegar hann lenti í slagsmálum á krá í borginni í janúar síðastliðnum. Talið er að pilturinn nái sér að mestu.

Að sögn ástralskra fjölmiðla brutust út slágsmál á krá sem lauk með því að tvítugur maður, Liam Perth að nafni, kastaði kollstól í Shafique El-Fahkri, 19 ára. Einn fóturinn á stólnum lenti í auga piltsins og fór niður í gegnum höfuðið.

Bráðaliðar sem komu á vettvang skáru stólinn lausan og fluttu El-Fahkri á sjúkrahús þar sem læknar tóku þrívíðar röntgenmyndir til að átta sig á hvar stólfóturinn lá. Læknunum tókst síðan að fjarlægja fótinn í þriggja stunda aðgerð.

Læknarnir sögðu það ganga kraftaverki næst að El-Fahkri skyldi lifa þetta af en hann var í mánuð á gjörgæsludeild. Talið er að hann haldi að mestu sjón á auganu en raddböndin sköðuðust varanlega.

Perth var í vikunni dæmdur til 400 stunda samfélagsþjónustu fyrir árásina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert