Fékk stólfót gegnum höfuðið

Röntgenmynd sem sýnir stólfótinn í höfði El-Fahkris.
Röntgenmynd sem sýnir stólfótinn í höfði El-Fahkris. AP

Lækn­um í Mel­bour­ne tókst að bjarga lífi 19 ára gam­als pilts, sem fékk stólfót úr stáli gegn­um höfuðið þegar hann lenti í slags­mál­um á krá í borg­inni í janú­ar síðastliðnum. Talið er að pilt­ur­inn nái sér að mestu.

Að sögn ástr­alskra fjöl­miðla brut­ust út slág­s­mál á krá sem lauk með því að tví­tug­ur maður, Liam Perth að nafni, kastaði kollstól í Shafique El-Fahkri, 19 ára. Einn fót­ur­inn á stóln­um lenti í auga pilts­ins og fór niður í gegn­um höfuðið.

Bráðaliðar sem komu á vett­vang skáru stól­inn laus­an og fluttu El-Fahkri á sjúkra­hús þar sem lækn­ar tóku þrívíðar rönt­gen­mynd­ir til að átta sig á hvar stólfót­ur­inn lá. Lækn­un­um tókst síðan að fjar­lægja fót­inn í þriggja stunda aðgerð.

Lækn­arn­ir sögðu það ganga krafta­verki næst að El-Fahkri skyldi lifa þetta af en hann var í mánuð á gjör­gæslu­deild. Talið er að hann haldi að mestu sjón á aug­anu en radd­bönd­in sköðuðust var­an­lega.

Perth var í vik­unni dæmd­ur til 400 stunda sam­fé­lagsþjón­ustu fyr­ir árás­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka