Jeltsin jarðsettur í dag

Fólk safnast saman til að minnast þjóðarleiðtogans látna
Fólk safnast saman til að minnast þjóðarleiðtogans látna Reuters

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi, Boris Jéltsín, fyrrum Rússlandsforseti verður jarðsettur í dag. Kistan Jéltsíns hefur legið í dómkirkju Krists frelsara í Moskvu í morgun og er opin almenningi, en jarðarförin fer svo fram í kirkjunni síðar í dag.

Margir núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn verða viðstaddir athöfnina, en meðal þeirra eru Bill Clnton og George Bush eldri, forsætisráðherrann John Major og Lech Walesa, fyrrverandi forsei Póllands. Erkikeppinautur hans og forveri í starfi sem forseti, Mikhail Gorbatsjov, og arftakinn, forsetinn núverandi Vladimír Pútín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert