Vill að hafin sé opinber rannsókn á gerðum Olmerts

Ehud Olmert er sakaður um spillingu.
Ehud Olmert er sakaður um spillingu. Reuters

Ríkisendurskoðandi Ísraels leggur til, að hafin verði lögreglurannsókn á á því hvort Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, hafi gerst sekur um spillingu. Þetta kom fram í ísraelska útvarpinu í dag.

Micha Lindenstrauss, ríkisendurskoðandi, segir að Olmert hafi, þegar hann var viðskipta- og iðnaðarráðherra, reynt að hygla fyrrum viðskiptafélaga með því að veita honum styrk úr opinberum sjóði til að koma á fót verksmiðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka