Liðsmenn Hizbollah-samtakanna í Líbanon hafa reist stór auglýsingaspjöld með myndum af ísraelsku hermönnunum Ehud Goldwasser og Eldad Regev, sem verið hafa í haldi samtakanna frá því 12. júlí á síðasta ári, skammt frálandsmærum Líbanons og Ísrael. Undir myndum af mönnunum stendur: „Fyrir fanga okkar" en samtökin hafa krafist þess að líbönskum föngum í fangelsum í Ísrael verði sleppt í skiptum fyrir mennina.