McCain segir Íraksstríðið „mikinn harmleik“

McCain með Cindy konu sinni.
McCain með Cindy konu sinni. Reuters

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain, sem berst fyrir útnefningu sem forsetaframbjóðandi repúblíkana, sagði í dag að Íraksstríðið væri „mikill harmleikur“, en gagnrýndi jafnframt harkalega samþykkt öldungadeildarinnar um að hefja skuli brottflutning bandarískra hermanna frá Írak 1. október.

„Ég geri mér grein fyrir hve langt þolinmæli bandarísku þjóðarinnar nær. Ég fylgist með skoðanakönnunum. Ég skammast mín ekki fyrir að segja það. Ég skil örvæntinguna og sorgina sem bandaríska þjóðin finnur til vegna þessa stríðs. Það er mikill harmleikur,“ sagði McCain á kosningafundi í Suður-Karólínu, en hann tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni í dag.

Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp er gerir ráð fyrir tímasetningu á brottflutning hermanna frá Írak, en George W. Bush forseti hefur ítrekað sagt að hann muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum.

„Ef við hverfum frá Írak skapast óreiða og þar verður framið þjóðarmorð, og þeir munu elta okkur hingað heim,“ sagði McCain, og bætti við að stríðið gegn al-Qaeda væri „barátta góðs og ills“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert