Óútskýrð ólykt í Bergen

Bryggjan í Bergen.
Bryggjan í Bergen.

Fúll fnyk­ur sem eng­ar skýr­ing­ar hafa fund­ist á ligg­ur yfir miðborg Ber­gen og mörg­um út­hverf­um, að því er Ber­gens Tidende grein­ir frá. Hef­ur heil­brigðis­yf­ir­völd­um ekki tek­ist að finna ástæður ólykt­ar­inn­ar sem einn les­enda blaðsins lýsti sem blöndu af sorplykt og síld­ar­bræðslu.

Upp­lýs­inga­full­trúi borg­ar­inn­ar hafði sam­band við heil­brigðis­yf­ir­völd, sem höfðu í dag enga skýr­ingu fundið á fnykn­um, sem fór að finn­ast í gær­kvöldi og morg­un. Yf­ir­mönn­um vatns­veitu borg­ar­inn­ar og frá­veitu­kerf­is hef­ur ekki held­ur tek­ist að finna skýr­ing­ar.

Haft er eft­ir veður­fræðingn­um Magn­us Ang­levik að mæl­ing­ar á til dæm­is svifryki og kolt­ví­sýr­ingi væru eðli­leg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert