Óútskýrð ólykt í Bergen

Bryggjan í Bergen.
Bryggjan í Bergen.

Fúll fnykur sem engar skýringar hafa fundist á liggur yfir miðborg Bergen og mörgum úthverfum, að því er Bergens Tidende greinir frá. Hefur heilbrigðisyfirvöldum ekki tekist að finna ástæður ólyktarinnar sem einn lesenda blaðsins lýsti sem blöndu af sorplykt og síldarbræðslu.

Upplýsingafulltrúi borgarinnar hafði samband við heilbrigðisyfirvöld, sem höfðu í dag enga skýringu fundið á fnyknum, sem fór að finnast í gærkvöldi og morgun. Yfirmönnum vatnsveitu borgarinnar og fráveitukerfis hefur ekki heldur tekist að finna skýringar.

Haft er eftir veðurfræðingnum Magnus Anglevik að mælingar á til dæmis svifryki og koltvísýringi væru eðlilegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka