2.200% verðbólga í Zimbabwe

Verðbólgan í Zimbabwe mældist 2.200% í mars, og er sú mesta sem mælist í nokkru ríki í heiminum. Birta átti þessar tölur fyrr í mánuðinum, en birtingu þeirra var seinkað, að því er BBC greinir frá. Að minnsta kosti 80% íbúa landsins búa undir fátæktarmörkum, samkvæmt tölum frá samtökum stéttarfélaga í landinu.

Bankastjóri seðlabankans í Zimbabwe, Gideon Gono, sagði að gengi gjaldmiðilsins, Zimbabwe-dollarans, yrði áfram 250 á móti 1 Bandaríkjadollar. Aftur á móti yrði það 15.000 fyrir suma útflytjendur, alþjóðasamtök, gullgrafara, tóbaksbændur og ýmsa fleiri.

Fréttaskýrendur segja að þetta jafngildi í raun 60 faldri gengisfellingu, en því hafnar Gono. Fréttaskýrendur segja hann vera að reyna að fá aukið erlent fjármagn inn í opinbera hagkerfið, í stað þess að það fari á svarta markaðinn, þar sem Bandaríkjadollarinn kostar 25.000 Zimbabwedollara.

Forseti landsins, Robert Mugabe, segir að efnahagserfiðleikarnir séu sök vestrænna ríkja sem vilji steypa sér af stóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert