Ályktun um slit stjórnmálasambands Rússlands og Eistlands samþykkt einróma

Mótmælendur við styttuna umdeildu áður en hún var fjarlægð
Mótmælendur við styttuna umdeildu áður en hún var fjarlægð AP

Efri deild rússneska þingsins hefur samþykkt einróma tillögu um að slíta stjórnmálasambandi við Eistland í refsiskyni vegna styttu af rússneskum hermanni sem fjarlægð var úr miðborg Tallinn í nótt. Hvarf styttunnar hefur vakið mikla reiði meðal Rússa og rússneskumælandi Eistlendinga, en einn lést í nótt og tugir slösuðust í óeirðum vegna málsins í nótt.

Í ályktuninni, sem er ekki bindandi, samþykktu rússneskir þingmenn tilllögu þar sem þess er krafist að rússneskir leiðtogar grípi til harðra aðgerða, þar á meðal slit stjórnmálasambands. Segir að viðbrögð Rússa eigi að sína að Rússland nútímans sætti sig ekki við „ósiðmenntað viðhorf eistneskra stjórnvalda gagnvart minningu þeirra sem unnu sigur á fasisma”.

Aðrir embættis menn á borð við Konstantín Kosatsjof, sem fer með utanríkismál neðri deildar þingsins og talsmaður utanríkisráðuneytis Rússa, Mihaíl Kamynín, hafa einnig krafist harkalegra aðgerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert