Blair segir ESB of upptekið af „formlegum umræðum“

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Evrópusambandið verði að leggja áherslu á málefni sem varða líf almennra borgara, í stað þess að vera árum saman upptekið af „formlegum stjórnarskrárumræðum“. Auðveldara væri að vinna ESB brautargengi ef sambandið væri ekki „úr tengslum við almenning“.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC,

Blair lét þessi orð falla eftir að hann ræddi stjórnarskrársáttmála ESB við leiðtoga Póllands í Varsjá. Hann sagði ennfremur að fólki finndist það geta reitt sig á ESB þegar sambandið tæki á málum sem vörðuðu daglegt líf þess, eins og atvinnumál, innflytjendamál og orkumál.

Blair gagnrýndi langvinnar umræður um stjórnarskrá ESB, en gildistaka hennar var felld í almennum atkvæðagreiðslum í tveim aðildarríkjum 2005, og síðan hefur hún legið í salti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert