Fulltrúi Alþjóðabankans rekinn frá Ekvador

Rafael Correa, forseti Ekvador
Rafael Correa, forseti Ekvador AP

Rafa­el Cor­rea, for­seti Ekvador, hef­ur fyr­ir­skipað brottrekst­ur full­trúa Alþjóðabank­ans úr landi og krefst þess að bank­inn út­skýri hvers vegna hætt var við hundrað millj­óna dala lán, árið 2005 meðan Cor­rea var fjár­málaráðherra lands­ins. Cor­rea seg­ir að bank­inn hafi hætt við lán­veit­ing­una til að hefna fyr­ir um­bæt­ur í ol­íuiðnaði lands­ins. Bank­inn hins veg­ar seg­ir Ekvador hafa brotið gegn skil­mál­um bank­ans með því að leysa upp ol­íu­sjóð sem nota átti til að greiða af er­lend­um skuld­um.

Vinstrimaður­inn Cor­rea, sem kos­inn var til for­seta í nóv­em­ber sl. er hag­fræðing­ur, menntaður í Banda­ríkj­un­um. Hann hef­ur síðan hann var kos­inn til starfa greitt upp skuld­ir lands­ins við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og vill að landið sé sem minnst upp á á er­lenda lána­drottna komið.

Landið skuld­ar Alþjóðabank­an­um 748 millj­ón­ir, en Cor­rea hef­ur hótað að hætta að greiða er­lend­ar skuld­ir lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert