Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis

Benedikt páfi var formaður guðfræðinefndar Páfagarðs áður en hann var …
Benedikt páfi var formaður guðfræðinefndar Páfagarðs áður en hann var kjörinn páfi fyrir tveimur árum. Reuters

Alþjóðlega guðfræðinefnd Páfag­arðs hef­ur sent frá sér skjal, sem ber yf­ir­skrift­ina „Von um frels­un unga­barna sem deyja óskírð". Þar kem­ur fram að eft­ir ára­tuga rann­sókn­ir sé ljóst að óskírð börn, sem deyja, lendi ekki í forg­arði vít­is eins og til þessa hef­ur verið haldið fram.

Í skjal­inu kem­ur fram að hin hefðbundna út­skýr­ing á forg­arði vít­is sé „staður þar sem óskírð börn eyða ei­lífðinni án sam­skipta við Guð". Þetta seg­ir guðfræðinefnd­in er óþarf­lega tak­mörkuð sýn sýn á frels­un. Það sé út­breidd­ari guðfræðileg­ur skiln­ing­ur nú en áður, að Guð sé mis­kunn­sam­ur og vilji frelsa all­ar mann­ver­ur. Útil­ok­un sak­lausra barna frá himna­ríki end­ur­spegli ekki ást Krists á þeim. Kaþólska kirkj­an mun þó áfram kenna, að skírn­in sé hin eðli­lega leið fyr­ir frels­un alls fólks og hvet­ur alla for­eldra til að skíra ný­fædd börn sín.

Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar, sem er ráðgef­andi fyr­ir Páfag­arð, bygg­ist á mik­illi guðfræðilegri vinnu en í nefnd­inni sitja 30 menn. Skjöl nefnd­ar­inn­ar eru oft und­an­fari op­in­bera yf­ir­lýs­inga frá Vatíkan­inu.

Eft­ir því sem kem­ur fram á frétta­vef Cat­holic News Service, seg­ir að spurn­ing­in um frels­un óskírða unga­barna hafi verið bráðnauðsyn­leg þar sem fjöldi óskírðra barna sem deyi, auk­ist stöðugt. Skýr­ing­in er sú, að sí­fellt fleiri trú­laus­ir for­eldr­ar eign­ist börn nú en áður og mörg önn­ur börn eru fórn­ar­lömb fóst­ur­eyðinga. Í um­ræddu skjali er minnst á að fólki finn­ist erfitt að samþykkja að Guð sé góður og mis­kunn­sam­ur en úti­loki á sama tíma smá­börn, sem ekk­ert hafa gert rangt.

Forg­arður vít­is hef­ur aldrei verið skil­greind­ur sem hluti af kenn­ing­ar­kerfi kirkj­unn­ar og hvergi er minnst á þetta hug­tak í nú­ver­andi kennslu­bók­um kaþólsku kirkj­unn­ar en það hef­ur þó lengi verið tal­in hluti af kenn­ing­um henn­ar. Á fimmtu öld ályktaði heil­ag­ur Ágústín að unga­börn sem lét­ust óskírð væru dæmd til vist­ar í hel­víti. Á 13. öld bjuggu guðfræðing­ar til hug­takið forg­arð hel­vít­is, sem væri staður fyr­ir óskírð börn. Þar myndu þau ekki þjást en væru svipt guðlegri sýn. Um alda­skeið hafa páf­ar og ráðgjaf­ar kirkj­unn­ar gætt þess, að skil­greina forg­arðinn ekki sem hluta af kenn­ing­ar­kerfi.

Frétt Cat­holic News

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert