55 látnir og 70 særðir eftir sprengjuárás í Karbala

Íbúar í Karbala skoða bifreiðina sem var sprengd í borginni …
Íbúar í Karbala skoða bifreiðina sem var sprengd í borginni í dag. Reuters

Að minnsta kosti 55 létu lífið og 70 særðust þegar bílsprengja sprakk í borginni Karbala í Írak í dag. Þetta er í annað sinn á innan við tveimur vikum sem árás sem þessi er gerð í borginni.

Í borginni eru tvo af heilögustu helgidómum sjíta og frásagnir herma að sprengjan hafi sprungið í götu þar sem fjölmargir voru á ferð á leið til bæna.

Sprengjan sprakk skammt frá gylltu moskunni þar sem Imam Abbas helgidómurinn er staðsettur, en veggur sem er umhverfis helgidóminn ver hann.

Þann 14. apríl sl. varð sjálfsvígsárásarmaður a.m.k 42 að bana í Karbala.

Að sögn fréttaskýranda BBC er Karbala önnur mikilvægasta borg sjíta hvað helgidóma varðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert