Castro sagður snúa aftur til leiks í byrjun maí

Fidel Castro veifar Kúbufánanum.
Fidel Castro veifar Kúbufánanum. AP

Evo Morales, forseti Bólivíu, telur að Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, muni koma fyrir sjónir almennings á ný þann 1. maí nk. eftir langa fjarveru sökum veikinda.

Morales sagði þetta fyrir leiðtogafund sem fram fer í Venesúela. Þá bætti hann því við að hann hafi ekki rætt við Castro augliti til auglitis en að fréttirnar kæmu frá kúbverskum embættismönnum.

„Ég er viss um það að þann 1. maí mun félagi Fidel taka aftur við hlutverki sínu að leiða Kúbu og Rómönsku-Ameríku,“ sagði Morales.

Lítið hefur borið á Castro undanfarna níu mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert