Danskir lögreglumenn

Danir hafa vaxandi áhyggjur af því, hvað danskir lögreglumenn eru byssuglaðir en rannsókn, sem danskir fjölmiðlar hafa vitnað til um helgina sýnir, að þarlendir lögreglumenn verða hlutfallslega mun fleiri að bana en starfsbræður þeirra á Englandi og í Wales.

Nítján ára gamall piltur særðist alvarlega í Hanstholm sl. föstudag eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu lögreglumanns. Pilturinn hafði lent í átökum við föður sinn. Þegar bráðaliðar og lögreglumenn komu á staðinn hélt pilturinn áfram að misþyrma föður sínum. Lögreglumennirnir reyndu að róa piltinn en á endanum tók einn þeirra upp byssu og skaut þremur skotum á piltinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert