34 nemendur svindluðu á prófi

Úrskurðarnefnd Duke háskóla í Nýju-Karólínu í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu, að 34 nýnemar í viðskiptadeild skólans hafi svindlað á prófi, sem þeir fengu að ljúka heima. Nemendunum var fyrirskipað að vinna að prófúrlausnunum hver í sínu lagi en í ljós kom að úrlausnirnar 34 voru um margt líkar.

Blaðið The New York Times segir að 9 af nemendunum 34 verði væntanlega vikið úr skólanum og 15 verði vikið úr skólanum tímabundið og fái falleinkunn í viðkomandi fagi. 10 voru felldir. Fjórir voru hreinsaðir af grun um aðild að svindlinu.

Áfrýjunarnefnd innan skólans fer nú yfir mál nemendanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert