Borgarstjóri Moskvu vill sniðganga Eistland

Kröfuganga kommúnista var fjölmenn í Moskvu í morgun.
Kröfuganga kommúnista var fjölmenn í Moskvu í morgun. Reuters

Jurí Lusjkov, borgarstjóri Moskvuborgar, hvatti til þess í 1. maí ávarpi að Rússar sniðgangi Eistland og setji viðskiptabann á landið vegna styttudeilunnar, sem staðið hefur frá því minnismerki um sovéska herinn var fjarlægt úr miðborg Tallinn og sett upp í herkirkjugarði annarstaðar í borginni.

„Þegar við sjáum hvað gerðist í Eistlandi þá getum við ekki bara mótmælt. Við skulum sniðganga allt sem tengist Eistlandi og rússneskum fyrirtækjum ber að slíta öll viðskiptatengsl við landið," sagði Lusjkov, sem hefur verið borgarstjóri frá 1992. Hann er jafnframt varaformaður stjórnmálaflokksins Sameinaðs Rússlands sem styður Vladímír Pútín, forseta, með ráðum og dáð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert