Bresk þingnefnd hyggst rannsaka vinnubrögð MI5

Árásarmennirnir gerðu árásir á samgöngukerfið í London með þeim afleiðingum …
Árásarmennirnir gerðu árásir á samgöngukerfið í London með þeim afleiðingum að 52 saklausir borgarar létust. Reuters

Breskir þingmenn ætla að rannsaka það á nýjan leik hvernig MI5-leyniþjónustan fór með upplýsingar er vörðuðu sprengjumennina sem stóðu á bak við sprengjurárásirnar í London þann 7. júlí árið 2005. Í ljós hefur komið að hætt var að hafa eftirlit með tveimur þeirra sökum þess að litið var svo á rannsóknin væri ekki forgangsatriði.

Mohammed Sidique Khan, sem er grunaður um að hafa verið leiðtogi sprengjumannanna, og félagi hans Shehzad Tanweer voru hluti af hópnum sem sprengdu sprengjur í London árið 2005 með þeim afleiðingum að 52 saklausir borgarar létust.

Í gær kom í ljós að breska leyniþjónustan hafi vitað af tengslum milli mannanna sem sprengdu sprengjurnar í samgöngukerfinu í London og annars hóp sem hugðist sprengja áburðarsprengjur í Bretlandi.

Leyniþjónustan taldi það ekki vera forgangsatriði að hafa eftirlit með Khan og Tanweer sökum þess að það hafði ekki fengist upplýsingar um það að þeir hygðust gera árásir í Bretlandi.

Öryggis- og leyniþjónustunefnd breska þingsins sendi frá sér skýrslu í fyrra þar sem fjallað var um aðgerðir í tengslum við sprengjuárásirnar í London. Niðurstaðan var sú að það var talið réttlætanlegt að breska leyniþjónustan hafi ekki litið sem svo á að rannsókn á Khan og Tanweer ætti að vera í forgangi.

Þingnefndin ætlar hinsvegar að taka skýrsluna til skoðunar á ný að beiðni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.

John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, neitaði í gær að verða við kröfu fjölskyldna fórnarlambanna og stjórnarandstöðunnar að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu. Hann sagði að slík rannsókn væri ekki „rétt viðbrögð“.

Kallað var eftir þessu þegar fimm menn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir vítt og breitt um Bretland. Árásarmennirnir voru undir áhrifum frá al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum og hugðust m.a. gera árásir á næturklúbba, lestar og verslanamiðstöðvar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert