Fídel Kastró, forseti Kúbu, var hvergi sjáanlegur þegar haldið var upp á 1. maí, baráttudag verkalýðsins, í Havana. Vangaveltur höfðu verið um að Kastró myndi nota tækifærið og koma fram opinberlega en hann hefur ekki sést frá því í júlí á síðasta ári þegar hann gekkst undir aðgerð og afhenti Raúl bróður sínum völdin í landinu.
Raúl sat í dag þar sem bróðir hans hefur venjulega setið á palli á Byltingartorginu í Havana og fylgdist með á meðan hundruð þúsundir Kúbverja gengu framhjá.