Lögregla í Tyrklandi handtók að minnsta kosti 80 manns, sem reyndu að skipuleggja kröfugöngu í Istanbul í tilefni af 1. maí. Lögregla beitti táragasi til að koma í veg fyrir gönguna og mótmælafund á Taksimtorgi. Lögregla lokaði einnig nokkrum götum í miðborginni.
Verkalýðsfélög vildu minnast fórnarlamba árásar á 1. maí hátíðarhöld í borginni árið 1977 þegar vopnaðir menn hófu skothríð á friðsaman mótmælafund. Yfir 30 létu þá lífið.