Ahmadinejad: „Íranska þjóðin tekur heiðarlegum samskiptum fagnandi"

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagðist í dag reiðubúinn til að ræða við Bandaríkjamenn á ráðstefnu um framtíð Íraks, sem hefsti í Egyptalandi á morgun. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um það hvort Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni funda með íranska utanríkisráðherranum Manouchehr Mottaki á ráðstefnunni.

Aðstoðarutanríkisráðherra Írans, Mahdi Mostafavi, hefur gert lítið úr möguleikanum á að viðræður muni eiga sér stað. Enn Mottaki segir að enn hafi ekkert verið a´kveðið hvað það varðar.

„Íranska þjóðin tekur heiðarlegum samskiptum fagnandi”, sagði Ahmadinejad í ræðu sem hann hélt í borginni Sirjan í dag, en bætti við að ef Bandaríkjamenn héltu að þeir gætu fengið Írana ofan af kjarnorkuáætlun sinni með viðræðum, þá skjátlaðist þeim.

„En ef þeir haga sér á heiðarlegan máta, þá hagar íranska þjóðin sér einnig heiðarlega.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert