Baðst afsökunar á ummælum um barnlausa þingkonu

Ástralskur þingmaður, Bill Heffernan, bað í dag afsökunar á ummælum sínum um samstarfskonu sína á ástralska þinginu, Juliu Gillard, en hann sagði að hún ætti ekki skilið að vera leiðtogi þar sem hún hefði ákveðið að eignast ekki börn.

Gillard er aðstoðarformaður Verkamannaflokksins sem er í stjórnarandstöðu og hafði ekki farið fram á afsökunarbeiðni. Heffernan sagði að hún væri leiðtogi og þyrfti að skilja samfélagið og að undirstaða þess væri fjölskyldan, sambandið innan hennar, milli foreldra og bleyjufötunnar. Gillard hefur sagt að hún hefði hugsanlega orðið móðir ef hún hefði orðið ástfangin af manni sem vildi eignast börn en bætti því við að Heffernan væri gamaldags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert