Flokksmaður Olmerts fer fram á afsögn hans

Mótmælendur fara fram á afsögn Olmerts í kjölfar skýrslunnar.
Mótmælendur fara fram á afsögn Olmerts í kjölfar skýrslunnar. Reuters

Formaður og einn af stofnendum Kadima-flokksins í Ísrael, Avigdor Yitzhaki sagði í útvarpsviðtali í morgun að forsætisráðherrann Ehud Olmert ætti að segja af sér vegna þess að hann hafi sýnt dómgreindarleysi í innrás Ísraels í Líbanon í fyrra.

Fréttavefur BBC skýrði frá því að Yitzhaki hafi sagt að forsætisráðherrann þyrfti að víkja til að Kadima-flokkurinn gæti sinnt umboði kjósenda.

Ummæli Yitzhaki koma í kjölfar afsagnar þingmanns úr ísraelska Verkamannaflokknum en þingmaðurinn sagðist ekki geta starfað í samsteypustjórn undir leiðsögn Olmerts.

Olmert hefur boðað til ríkisstjórnarfundar vegna niðurstöðu rannsóknarnefndar sem fjallar um stríðsreksturinn í Líbanon í fyrra.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Olmert hefði sýnt dómgreindarleysi og skort forsjálni í stríðinu gegn Hizbollah.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert