Páfagarður kallar gagnrýni á páfa sem fram kom á stórtónleikum í Róm þann 1. maí, hryðjuverk og segir talmaður Páfagarðs það andstyggilegt að „kasta steinum að páfanum, í skjóli múgæsingar.” Söngvarinn Andrea Rivera, sem var kynnir á árlegum stórtónleikum í gær gagnrýndi páfa harðlega frammi fyrir 400.000 áhorfendum.
Rivera gagnrýndi páfa vegna ákvörðunar ítölsku kirkjunnar um að neita Pergiorgio Welby, um kaþólska útför, en hann þjáðist af vöðvarýrnunarsjúkdómi og lést sjálfviljugur með hjálp lækna.
Afstaða kirkjunnar til líknardrápa varð Rivera að umtalsefni á tónleikunum, og sagðist hann m.a. ekki geta sætt sig við að Welby væri neitað um útför og benti á að einræðisherrarnir Augustus Pinochet og Francisco Franco hefðu ekki hlotið sömu meðferð.
„Árás á kirkjuna er hryðjuverk, að kynda undir blinda og órökréttta reiði gegn þeim sem talar ávallt í nafni kærleikans er hryðjuverk”, sagði L’Osservatore Romano, talsmaður páfagarðs.
Verkalýðsfélögin sem skipulögðu hljómleikana segjast enga ábyrgð bera á ummælum Rivera. Hópar á hægri vængnum hafa fordæmt ummælin, en vinstrimenn hafa sumir hverjir sagt talsmanninn hafa tekið oft sterkt til orða í viðbrögðum sínum.