Siniora gagnrýnir skýrslu um stríðið í Líbanon

Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanons segir stríðsrekstur Ísraela gegn Líbanon ekki …
Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanons segir stríðsrekstur Ísraela gegn Líbanon ekki hafa fært Ísraelum öryygi Reuters

Líb­anski for­sæt­is­ráðherr­ann Fuad Sini­ora sagðist í dag harma að rann­sókn Ísra­ela á stríðinu í Líb­anon á síðasta ári hafi ekki minnst á það sem mestu máli skipti, að her­ferðir færi Ísra­el­um ekki ör­yggi.

„Her­ferðir Ísra­ela gegn Líb­anon hafa ekki fært ríki gyðinga ör­yggi”, sagði Sini­ora fjöl­miðlamönn­um í dag og átti þar við árás­ir Ísra­ela árin 1978, 1982, 1993, 1996 og 2006.

„Win­ograd-skýrsl­unni tókst ekki að sýna fram á hina raun­veru­legu lex­íu, þessi stríð hafa sýnt að þau tryggja ekki ör­yggi Ísra­els og þau leiða ekki til friðar.”

Nefnd­in sem vann að skýrsl­unni gagn­rýndi ísra­elska for­sæt­is­ráðherr­ann Ehud Ol­mert og aðra ráðamenn fyr­ir al­var­leg mis­tök, skort á dómgreind, ábyrgðarleysi og of­metnað. Í skýrsl­unni er stríðið sjálft ekki gagn­rýnt sem slíkt, held­ur fram­kvæmd þess og skipu­lags­leysi.

Um 1.200 lét­ust í Líb­anon í stríðinu á síðasta ári, flest­ir óbreytt­ir borg­ar­ar. 162 Ísra­el­ar létu lífið, flest­ir her­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert