Hugo Chavez, forseti Venesúela, sakaði í dag banka landsins og mesta stálframleiðanda þess um ófyrirleitni og hótar að þjóðnýta fyrirtækin. Sagði Chavez að það ætti að vera algjört forgangsverkefni bankanna að fjármagna iðnað innanlands með lágum kostnaði.
Sagði Chavez að ef bankarnir gengju ekki að þessu þá yrðu þeir þjóðnýttir og notaðir í þágu þjóðarinnar en ekki í spákaupmennsku og gróðabrask. Þá hótaði Chavez að þjónýta stálframleiðandann Sidor, sem er sá mesti í landinu og er í meirihlutaeigu fyrirtækisins Ternium S, sem hefur höfuðstöðvar í Lúxemborg.