Danskur hermaður sem særðist í byssubardaga í suðurhluta Afganistan fyrir fimm dögum lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í Danmörku í morgun. Hermaðurinn særðist er ráðist var á danskar hersveitir skammt frá búðum þeirra, Camp Bastion og fékk hann skot í hálsinn.
Hann er fjórði Daninn sem hefur látist í átökum í Afganistan síðan danskar hersveitir voru sendar þangað í janúar 2002. Þrír danskir sprengjusérfræðingar létust í mars 2002 er þeir reyndu að aftengja eldflaug í höfuðborginni Kabul.
Sem stendur eru um 420 danskir hermenn í Afganistan undir stjórn NATO.