NATO varar Rússa við vegna minnisvarðadeilu

Atlants­hafs­banda­lagið hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem Rúss­ar eru hvatt­ir til að koma í veg fyr­ir frek­ari hót­an­ir og árás­ir gegn er­ind­rek­um við sendi­ráð Eist­lands í Moskvu. Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að NATO hafi þung­ar áhyggj­ur af hót­un­um í garð starfs­fólks sendi­ráðsins, þar á meðal sendi­herr­ans, þær séu óá­sætt­an­leg­ar og verði að stöðva taf­ar­laust.

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að deil­una um sóv­éska minn­is­varðann sem flutt­ur var úr miðborg Tall­in í síðustu viku verði að leysa með diplóma­tísk­um hætti.

Rúss­ar hafa vísað á bug allri gagn­rýni vegna mót­mæl­anna og segja aðgerðir Eist­lend­inga hafa skaðað sam­skipti land­anna al­var­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert