Ban Ki-moon hvetur til stefnumótunar í loftslagsmálum

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon. Retuers

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna hvatti í dag til aðgerða um all­an heim til að sporna við gróður­húsa­áhrif­um líkt og vís­ind­nefnd stofn­un­ar­inn­ar (IPCC) hef­ur mælt með. Sagði Ban afar mik­il­vægt að fram komi áætl­un um aðgerðir fyr­ir árið 2010 svo að ekki ríki stefnu­leysi frá því að Kyoto sátt­mál­inn renn­ur út árið 2012 og þar til kom­ist verður að næsta sam­komu­lagi.

Næst verður fundað um um­hverf­is­mál á veg­um stofn­un­ar­inn­ar á eynni Balí í Indó­nes­íu í des­em­ber nk. Seg­ir Ban það afar mik­il­vægt að kom­ist verði að sam­komu­lagi um yf­ir­grips­mikla áætl­un þá.

Í ný­út­kom­inni skýrslu IPCC eru lagðir fram val­kost­ir til að minnka gróður­húsa­áhrif og er þar bent á að skil­virk tækni og hreint eldsneyti séu þegar á boðstól­um. Þá seg­ir í skýrsl­unni að los­un gróður­húsaloft­teg­unda verði að byrja að minnka um árið 2015 svo forðast megi af­drifa­rík­ustu af­leiðing­ar gróður­húsa­áhrifa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka