Royal varar við ofbeldi

Segolene Royal varaði kjósendur við og spáir uppþotum nái hún …
Segolene Royal varaði kjósendur við og spáir uppþotum nái hún ekki kjöri. Reuter

Segolene Royal varaði í morgun við því að Frakkland gæti orðið vitni að ofbeldi og átökum ef Nicolas Sarkozy vinnur forsetakosninguna á sunnudaginn kemur en Sarkozy sem er íhaldsmaður hefur aukið forskot sitt í skoðanakönnunum og telja fréttaskýrendur að kraftaverk þurfi til að Royal beri sigur úr býtum.

Royal sagðist vara frönsku þjóðina við að ofbeldi og óeirðir gætu brotist út víða um land ef Sarkozy sigraði í kosningunum.

Framboð hans er hættulegt. Því bið ég kjósendur að hugsa sig um tvisvar,” sagði Royal í útvarpsviðtali í morgun.

Þrjár nýjar skoðanakannanir sýna að Sarkosi er með 53% fylgi og jafnvel 54,4%.

Royal lýsti keppinaut sínum sem ákaflega hægri sinnuðum frambjóðanda sem væri studdur af peningaöflum með fjölmiðla á sínum snærum.

Sarkozy sagði að þessi árás Royal væri hneykslanleg og sagði að hún væri óánægð með niðurstöður skoðanakannanna.

Kosningabaráttunni lýkur í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka