Samkomulag náðist á loftslagsfundi

Skýrsla IPCC verður birt síðar í dag.
Skýrsla IPCC verður birt síðar í dag. Reuter

Sérfræðingar frá 120 löndum sem funduðu á umhverfisfundi á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Bangkok í gær komust að samkomulagi um aðferðir við að berjast gegn hlýnun lofthjúps jarðar. Að sögn fréttaskýrenda voru það Kínverjar sem sýndu hvað mestan mótþróa í viðræðunum. Kína vill að hin ríkari lönd heims beri mesta ábyrgð á upphituninni.

Einnig var spurningin hvort nota ætti kjarnorku í meiri mæli til að minnka gróðurhúsaáhrifin.

Síðar í dag verður gefin út skýrsla frá fundinum en samkomulagið er þriðja stóra skýrslan um ástand lofthjúpsins sem IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) kemur til með að senda frá sér. Samkvæmt BBC má reikna með að þar komi fram hvað þurfi að gera til að stöðva hlýnun jarðarinnar. Peter Lukey sem er meðlimur Suður Afrísku sendinefndarinnar sagði að fundurinn hefði komist að samkomulagi. Hann sagði að á ráðstefnunni hefði verið farið yfir öll þau atriði sem til stóð og meira en það. „Skilaboðin eru þau að við þurfum að grípa til aðgerða hið fyrsta,“ sagði Lukey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka