Sarkozy eykur enn forskot sitt

Sarkozy veifar til stuðningsmanna sinna í bænum Le Petit Bornand …
Sarkozy veifar til stuðningsmanna sinna í bænum Le Petit Bornand í frönsku ölpunum í dag AP

Franski forsetaframbjóðandinn Nivolas Sarkozy eykur enn forskot sitt á keppinautinn Ségolène Royal samkvæmt könnun sem gerð var í dag og birt í kvöld. Sarkozy mælist með 55% fylgi, sem er það mesta sem mælst hefur, en Royal 45%. Athygli vekur að nú segjast 91% Frakka hafa gert upp hug sinn.

Þá virðist fylgi frambjóðendanna skiptast nokkuð jafnt milli Sarkozy og Royal meðal þeirra sem kusu miðjumanninn François Bayrou í fyrri umferð kosninganna. 36% þeirra sem kusu Bayrou segjast nú ætla að kjósa Sarkozy, en 35% hallast að Royal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert