Sextíu kíló af kókaíni fundust í bílageymslu lögreglunnar

Forsætisráðherra Rúmeníu, Calin Popescu skipaði lögreglunni að rannsaka betur kókaínmál frá 2002 eftir að sextíu kíló af kókaíni að andvirði um fimm milljarða fundust í bíl sem geymdur var í bílageymslu ríkisins. Tollverðir fundu kókaínið ekki við leit þegar þeir lögðu hald á Porsche bifreiðina 2002.

Hald var lagt á bílinn þegar það fundust 60 kíló af kókaíni undir aftursæti hans. Bíllinn sat síðan bilaður í bílageymslunni í fjögur ár uns forsætisráðherrann rak augun í hann og skipaði svo fyrir að gert væri við hann til að lögreglan gæti notað hann í hraðbrautaeftirlit.

Bifvélavirkjar sem unnu að viðgerðum fundu síðan 60 kíló af kókaíni til viðbótar falin í bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert