Breski Verkamannaflokkurinn virðist hafa tapað einhverju fylgi í sveitastjórnarkosningunum og í þingkosningunum í Skotlandi og Wales en ráðamenn flokksins segjast hafa sloppið við stórslys. Búið er að telja um fjórðung atkvæða í Skotlandi þar sem mjótt er á mununum á milli Skoska þjóðernisflokksins og Verkamannaflokksins en Þjóðernisflokkurinn virðist hafa vinninginn enn sem komið er.
Fréttastofa BBC segir að allar líkur séu á að Verkamannaflokkurinn missi stjórnvölin í Wales.
Breski Íhaldsflokkurinn hefur unnið meirihluta í um 15 sveitarstjórnum og segir það benda til sigurs í næstu þingkosningum.
Skoski þjóðernisflokkurinn hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstæði Skotlands komist hann til valda en skoðanakannanir sýna að meirihluti Skota er mótfallinn sambandsslitum við Bretland.