Verkamannaflokkurinn tapar fylgi

Verkamannaflokkurinn tapar fylgi en segist hafa sloppið við stórslys.
Verkamannaflokkurinn tapar fylgi en segist hafa sloppið við stórslys. Reuter

Breski Verkamannaflokkurinn virðist hafa tapað einhverju fylgi í sveitastjórnarkosningunum og í þingkosningunum í Skotlandi og Wales en ráðamenn flokksins segjast hafa sloppið við stórslys. Búið er að telja um fjórðung atkvæða í Skotlandi þar sem mjótt er á mununum á milli Skoska þjóðernisflokksins og Verkamannaflokksins en Þjóðernisflokkurinn virðist hafa vinninginn enn sem komið er.

Fréttastofa BBC segir að allar líkur séu á að Verkamannaflokkurinn missi stjórnvölin í Wales.

Breski Íhaldsflokkurinn hefur unnið meirihluta í um 15 sveitarstjórnum og segir það benda til sigurs í næstu þingkosningum.

Skoski þjóðernisflokkurinn hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstæði Skotlands komist hann til valda en skoðanakannanir sýna að meirihluti Skota er mótfallinn sambandsslitum við Bretland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert