Bush óskar Sarkozy til hamingju

Stuðningsmenn Sarkozys fagna sigri hans í forsetakosningunum í dag.
Stuðningsmenn Sarkozys fagna sigri hans í forsetakosningunum í dag. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hringdi í Nicolas Sarkozy í kvöld og óskaði honum til hamingju með sigurinn í forsetakosningum í Frakklandi í dag. Gordon Johndroe, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði að Bush hefði sagt að hann hlakkaði til að starfa með Sarkozy enda stæði samstarf landanna á gömlum merg.

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sendi Sarkozy einnig kveðju og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Sagði hann að Ítalar litu á Frakka sem bandamenn og og Sarkozy sem vin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert