Forsetakjör hafið í Frakklandi

Íbúar á frönskum svæðum víðs vegar um heim gátu kosið …
Íbúar á frönskum svæðum víðs vegar um heim gátu kosið í gær. Þessi mynd var tekin í Frönsku Pólinesíu. Reuters

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 6 að íslenskum tíma í morgun í Frakklandi en í dag fer fram síðari umferð forsetakjörs í landinu. Kosið er milli Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna, og Ségolène Royal, frambjóðanda Sósíalista en skoðanakannanir síðustu daga benda til þess, að Sarkozy fari með sigur af hólmi. Fyrstu tölur verða birtar klukkan 18 í kvöld að íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert