Portúgalska lögreglan telur að þriggja ára bresk stúlka sem rænt var úr sumarleyfisíbúð á Algarve á fimmtudagskvöldið sé enn á lífi og sé haldið einhverstaðar skammt frá íbúðinni sem henni var rænt úr, eða í innan við fimm km fjarlægð. Bænastundir hafa verið haldnar í kirkjum á Algarve vegna stúlkunnar.
Þetta kemur fram í frétt BBC í morgun.
Breskir lögreglumenn eru komnir til Algarve til að aðstoða lögregluna þar við rannsókn málsins. Lögreglan hefur fengið um 30 símtöl frá fólki er kann að hafa orðið sjónarvottar að einhverju er geti leitt til lausnar málsins, og teiknuð hefur verið mynd af meintum ræningja stúlkunnar.