Belgískir fjölmiðlar spá því að Nicholas Sarkozy hafi sigur í forsetakosningunum sem lýkur í Frakklandi klukkan 18 að íslenskum tíma, og fái rúmlega 53% atkvæða. Keppinautur hans, Segolene Royal, fái um 47%. Samkvæmt útgönguspám hafi Sarkozy hlotið 52-55%, en Royal 45-48%. Kjörsókn var sú mesta síðan 1965.
Belgíska vefsetrið 7sur7 segir að samkvæmt útgönguspá sem innanríkisráðuneytið í París hafi látið fjölmiðlum í té verði Sarkozy kjörinn með 53,5% atkvæða, en Royal hljóti 46,5%.