Sego eða Sarko? Vinstri eða hægri? Vinna eða velferð?

Sarkozy greiðir atkvæði í morgun.
Sarkozy greiðir atkvæði í morgun. Reuters

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag í seinni umferð forsetakosninganna og er valið skýrt á milli vinstri eða hægristefnu. Vinstrisinninn Segolene Royal hefur lofað að standa vörð um velferðarkerfið nái hún kjöri, en hægrimaðurinn Nicholas Sarkozy hvetur Frakka til að vera duglegri að vinna.

Úrslit kosninganna verða væntanlega tilkynnt fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað, en það verður um klukkan 18 að íslenskum tíma. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Sarkozy, sem er sonur ungversks innflytjanda, talsvert forskot, eða 55% gegn 45% fylgi Royal. En nái hún kjöri verður hún fyrsta konan sem kosin er forseti Frakklands.

Royal greiðir atkvæði í morgun.
Royal greiðir atkvæði í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert