Breskur maður hefur kært heilbrigðisyfirvöldin í heimalandi sínu fyrir að hafa ranglega greint hann með krabbamein í brisi og sagt honum að það myndi draga hann til dauða á skömmum tíma. John Brandrick hætti að greiða af húsnæðisláninu sínu og tók upp dýra og munúðlega lifnaðarhætti á hótelum og veitingastöðum. Síðar kom í ljós að æxlið var góðkynjað og Brandick ekki dauðvona.
Á Royal Cornwall sjúkrahúsinu í Treliske hafði reyndar greinst stórt æxli en samkvæmt Sky fréttastofunni var Brandick síðar sagt að æxlið væri góðkynjað.
Brandic sagðist hafa eytt aleigunni á einu ári því hann hélt hann væri dauðvona, nú á hann á hættu að missa húseign sína.